Skref
Kvennafrídagurinn 1975: Framkvæmd æfing 6 (pdf) 80 mín.
„Kennari biður nemendur að rétta upp hönd sem voru á leikskóla. Kennari sýnir mynd af kvennafrídeginum 24. október 1975 og segir að þetta er ástæðan fyrir því að þau áttu öll kost á að fara í leikskóla (þó einhver hafi kannski ekki nýtt sér það).“
Gögn
→ Glærur um kvennafrídaginn 1975 (ppt) með myndum til að varpa upp á skjávarpa.
→ Spjaldtölvur til að leita upplýsinga um kvennafrídag, t.d Kvennasögusafn.is og fjallkonan.is. Kennari getur einnig prentað út af Kvennasögusafni yfirlit og hvers vegna kvennafrí og viðtal viðtal við Gerði Steinþórsdóttur um skipulagningu kvennafrídags.
→ Stór pappaspjöld og tússlitir til að gera kröfuspjöld.
→ Litlir miðar til að skrifa á stikkorð.
→ Nytsamlegt tímastjórnunartæki fyrir hópvinnu classroom timer.
Ef tími gefst eru hér frekari gögn:
- Sýna myndir frá kvennafrídegi víðar á landinu t.d. Vestmannaeyjum á sigurgeir.is.
- Spila lagið Áfram stelpur frá 1975 á youtube.com eða spila sjálf guitarparty.com.
- Öldin hennar örmynd RÚV kvennafrí af youtube.com