Skref
Sagan sem hefur ekki verið skrifuð: Framkvæmd æfing 5 (pdf) 60 mín.
„Kennari útskýrir stuttlega að þau ætli að skoða gamlar ljósmyndir frá Íslandi með kynjagleraugum. Sögubækur og námsbækur hafa verið gagnrýndar fyrir að fjalla mest um það sem virðulegir karlar voru að gera. En nú ætli þau sjálf að gerast rannsakendur og skoða þessa sögu sem ekki hefur enn verið skrifuð. „
Gögn
→ Glærur (ppt) með umfjöllun Vilborgar Dagbjartsdóttur; Hvar er Amma, hvar er langamma í Þjóðviljanum 1974 ásamt kynningu á æfingunni og hugtakinu kynjagleraugu.
→ Ljósmyndabæklingur (pdf), ein ljósmynd á par prentað eða par skoðar rafrænt í spjaldtölvu.
→ Ljósmyndaskýringar (pdf), þær litlu upplýsingar sem eru til um hverja mynd.
→ Greiningarlykill (pdf) einn á par og ritunarbók eða línustrikuð blöð.
→ Nytsamlegt tímastjórnunartæki í skólastofunni t.d. classroom timer.
→ Ritunarbók eða línustrikuð blöð.