- Gerið könnun. Hvort búa strákar eða stelpur við meira frjálsræði? Leyfa foreldrar strákum meira en stelpum? Það má skoða útivistartíma og tölvutíma eða háttatíma. Gott að miða við virka daga frekar en um helgi.
- Gerið könnun. Fá stelpur og strákar jafnmikinn vasapening? Reynið að safna eins mörgum þátttakendum og mögulegt í skólanum öllum.
- Konur og karlar á Íslandi, góðar myndrænar upplýsingar, nýjustu tölur og töflur Jafnréttisstofu og Hagstofunnar.
- Launamunur kynjanna er enn það mikill að það samsvarar því að konur í VR unnu launalaust í janúar.
- Kynungabók sem menntamálráðuneytið gaf út árið 2010 er góð upplýsingaveita fyrir ungt fólk um jafnrétti.
- Hvernig verður samfélag framtíðarinnar? Verður meira jafnrétti? Lýsið ykkar framtíðarsýn og væntingar, hvernig munu jafnréttismálin þróast í íþróttum, á vinnumarkaði, á heimilunum og í fjölmiðlum. Í þessu myndbandi um heimili framtíðarinnar frá 1957 sést vel að fólk sá ekki fyrir þá breytingu að í framtíðinni væru konur farnar að vinna úti og karlar að setja í uppþvottavélar.