- Eru alltaf fleiri strákar en stelpur í barnaefni sjónvarpsins? Farið á ruv.is og veljið teiknimynd. Teljið strákana og teljið stelpurnar.
- Horfið á bíómyndina Vi är bäst frá 2013 eftir Lukas Moodysson. Myndin er fyndin, raunsönn og næm lýsing á vináttu unglingstúlkna. Það eru margir umræðufletir um vináttu, hópþrýsting, samstöðu og samkeppni. Það gæti verið gaman að bera myndina saman við amerískar unglingamyndir því þær lýsa gjarnan mikilli samkeppni og illdeilum milli stelpna en fjalla minna um vináttu þeirra.
- Hvað finnst strákum og stelpum gaman að gera í strumpalandi? Ha bíddu nú við er bara ein stelpa í öllu strumpalandi en 100 strákar? Er það ekki eitthvað skýtinn heimur? Strympu heilkennið má finna víða. Í þessari morgunblaðsgrein er fjallað um strympulögmálið. Í myndbandinu hér fyrir neðan eru nefnd nokkur dæmi á ensku um strympulögmálið. Getur þú fundið fleiri dæmi um bíómyndir þar sem aðeins er ein stelpa?